Færsluflokkur: Bloggar

Procol Harum

Pistill frá Rögnvaldi Valbergssyni.

 

Procol Harum var stofnuð í London um 1960 og flokkuðu sig undur progressiv rokk og seinna symfoniskt rokk, þeir slógu í gegn 1967 með laginu Whiter shade of pale sem er í raun byggt á Air on G string eftir Bach en jafngott fyrir því,(frábært lag) margar góðar plötur komu frá þeim og má td. nefna Grand Hotel sem er mjög heilsteypt plata og einnig má nefna plötuna Something Macic þar sem á B hlið var verkið Worm and the tree en söngvarinn Gary Brooker var sögumaður og sagði sögu um tré sem óx og dafnaði úti í skógi þar til einn dag að ormur settist að í trénu sem óx og á endanum vafði hann sig utan um tréð svo það dafnaði ekki lengur en þá kemur ungur maður að og sér hvað um er að vera og kveikir í trénu og drepur orminn en upp úr öskunni vex svo aftur nýr sproti, að sjálfsögðu er músíkin í samræmi við söguna t.d. þegar ormurinn er drepinn þá eru mikil læti ein s og vera ber, af fleiri plötum mætti nefna A Salty dog og Procol's Ninth þar sem hið frábæra lag Pandoras Box er m.a.. 
Procol Harum þóttu spila ansi vel saman, þóttu kannski ekki endilega bestu hljóðfæraleikararnir en voru þéttir og mikið af góðum lögum.

Helstu meðlimir voru

Gary Brooker píanó og söngur
Geoff Dunn
Matt Pegg
Josh Phillips
Geoff Whitehorn
Keit Reid. textahöfundur en hann var yfirleitt talinn einn af meðlimum hljómsveitarinnar
Dave Ball
Dave Bronze
Mark Brzesicki
Alan Cartwright
Chris Copping
Matthev Fisher
Mick Grabham
Bobby Harrison trommuleikari  (hann var um tíma hér á landi)
Dadid Knights
Dee Murray
Pete Solley
Robin  Trower
B.J. Wilson

eins og sjá má komu margir við sögu en Gary Brooker var allan tímann og aðalsöngvarinn, en oftast voru þeir sex í bandinu, píanó, Hammond orgel, gítar, bassi trommur og svo var einn á önnur ásláttarhljóðfæri eins og vibrafón og marimbu
Procol Harum komu til Íslands og héldu tónleika í Laugardalshöllinni og einn góður vinur minn sem spilaði á trómmur og var þá 14, 15 ára fór á tónleikana og sagði mér að rafmagnið hefði farið af en þá var komið með kerti fyrir Gary Brooker og hann söng bara einn og spilaði á píanóið og þá mátti víst heyra saumnál detta, slík var þögnin


Það verður gaman saman í sumar þegar hippar hópast saman á ný!!

 Eigum við ekki að fara að láta okkur dreyma um sumarið? Joyful Það er eina vitið í stöðunni! Wizard Ketilásinn kallar!InLove

 

 

Ippa Sideways


Krepputal og bannár!

Krepputalið er að kaffæra okkur þessa dagana.

Strawbs

 Pistill frá Rögnvaldi Valbergssyni

 

Þá ætla ég að fjalla um bresku hljómsveitina Strawbs, voru víst fyrst kallaðir Strawberry hill boys, þeir stofnuðu bandið 1964 og tónlist þeirra var flokkuð sem þjóðlagarokk og bluegrass rokk og svo seinna progressive rokk sem á víst að vera þróaðra sem þeir og einnig urðu.
Margir komu við sögu í bandinu og ber fyrst að nefna David Cousins sem var aðalsöngvari og aðallagahöfundur og lék á gítar og Dulcimer sem er einhverskonar strengjahljóðfæri sem er slegið með litlum kjuðum og allan tímann í hljómsveitinni, af frægum skal nefna ofurhljómborðsleikarann Rick Wakemann sem var líka í súpergrúppunni Yes, einnig var annar gítarleikari sem nefndist Dave Lambert sem fylgdi Cousins mestallan tímann, á 30 ára afmæli hljómsveitarinnar héldu þeir tónleika undir yfirskriftinni, Svona á að spila rock'n roll, og komu þá flestir meðlimir sem verið höfðu meðal annars fjöldi hljómborðsleikara og skal hér meðal annars nefna Blue Weaver sem þótti hinn mesti furðufugl og hafði áður spilað í hljómsveitinni Amen Corner og einnig John Hawken sem var víst einnig synfóníu hljómsveitarstjóri, af bassaleikurum má nefna John Ford sem á meðal annars eitt vinsælasta lag hljómsveitarinnar , Part of the union, þessi hljómsveit var nú kannski ekki svo mikið þekkt hér á landi en ég var einn þeirra sem fannst þetta skemmtilegt

þeir sem komu við sögu voru þessir
Ron Chesterman. Bassa
Rod Coombes. Trommur
Chas Cronk Bassa
Tony Fernandes Trommur
John Ford. Bassi og söngur
John Hawkan. Hljómborð
Tony Hooper Gítar og söngur
Richard Hudson Trommur og söngur
Robert Kirby , Hljómborð og gítar
Dave Lambert. Gítar og söngur
John Mealing. Hljómborð
Andy Richards – keyboards
Rick Wakeman. Hljómborð og Clarinet
Blue Weaver. Hljómborð og harmonika
Brian Willoughby. Gítar
Dave Cousins Gítar , dulcimer og söngur

á You Tube má meðal annars finna Lay down, Part of the union, Tears and pavan ofl.


Réttarball

Fer ekki að líða að réttarballinu?

 


Graham Nash

 Er´etta ekki dásamlegt.  Man lítillega eftir þessu frá fornri frægð minni. Væntanlega hinn eini sanni og var í Hollies líka?  Eða? Wink

Ippa  


Hollies

Frá Rögnvaldi Valbergssyni

Ég ætla að taka fyrir bresku hljómsveitina Hollies, þetta var band sem var stofnað snemma ársins 1960 og áttu að mér skilst uppruna sinn í Manchester, þeir vöktu athygli fyrir fallega röddun eins og reyndar fleiri bresk bönd sem við nefnum síðar, þeir voru td mjög vinsælir í Ástralíu og áttu mörg vinsæl lög. t.d. He aint' heavy, he's my brother sem Björgvin Halldórsson söng á sólóplötu sem Tónaútgáfan gaf út og þá hét lagið Með þöglu brosi, meðlimir þessarar hljómsveitar voru fjölmargir en þekktastur er líklega Graham Nash sem gekk til liðs við Crosby Stills Nash & Young en hér eru nöfn þeirra fjölmörgu sem komu eitthvað nálægt þessu bandi
Toty Hicks, Bobby Elliot, Ray Stiles, Steve Lauri, Ian Parker, 
Peter Howart, Graham Nash, Allan Clarke, Terry Sylvester
Eric Haydock, Allan Coates, Don Rathbone, Bernie Calvert
Mikael Rickfors og Carl Wayne
Allan Clarke var söngvari hljómsveitarinnar en hann og Graham Nash voru miklir félagar og byrjuðu ungir að spila saman
Hollies komu hér til lands með tónleika í Háskólabíó í byrjun febrúar 1966 og svo á balli í Lídó , þeir klikkuð svo út með að gefa hljómsveitinni Hljómum fötin af sér sem voru alveg glæný frá Carnaby street og Hljómar létu víst mynda sig í þessum fötum og gengu í þeim þangað til þau pössuðu ekki lengur vegna breytt vaxtarlags eins og gerist og gengur.



Á you tube má finna dæmigerð lög fyrir Hollies eins og Carrie Anne, On a carousel og Sorry Suzanne og Bus stop ofl.


King Crimson

 

Rögnvaldur minntist á þessa hljómsveit og því ekki að heyra aðeins frá henni?  Cool

Ippa  


E.L.P

Pistill frá Rögnvaldi Valbergssyni

E.L.P. Emerson Lake & Palmer en þetta tríó varð til eftir Woodstock hátíðina, hljómborðleikarinn Emerson kom úr hljómsveitinni Nice, bassaleikarinn Greg Lake úr King Crimson og trommuleikarinn Carl Palmer kom úr Atomic Rustic.

Þetta tríó varð heimsfrægt á einni nóttu og mér skilst að engin hljómsveit hafi öðlast frægð svo hratt, þeir leituðu víða að músik til að flytja fyrir utan sína eigin, en þeir byrjuðu að taka verkið, Picture on the exibition eða Myndir á sýningu eftir rússneska tónskáldið Moderst Mussorsky en þetta er eitt athyglisverðasta verk allra tíma fyrir margra hluta sakir, annað dæmi er td enska lagið Jerusalem sem finnst á YOU TUBE , en þar er textinn eftir William Blake og fjallar um iðnbyltinguna bresku og allt sem henni fylgdi, hann talar um Satanic mills en það munu vera verksmiðjurnar sem risu í Bretlandi um allt, en af ELP er það að segja að þó frægðin hafi komið hratt varð fallið eins hratt því fólk var búið aða fá nóg af öllum látunum, en þetta voru hver á sinn hátt afburða hljóðfæraleikarar.

Tónlist þeirra var oft skilgreint synfonískt rokk. 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 31
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 251211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband