Á sama tíma að ári?

Ég var að uppgötva það að ég ( Ippa) er að verða "atvinnulaus"!  Það hefur verið í nógu að snúast við undirbúning hippaballsins sem við héldum á Ketilási í gærkvöldi.    Nú er það um garð gengið og tókst vægast sagt mjög vel.  Allir mættu í góðu skapi og ákveðnir í að skemmta sér.  Allir létu girðingarstaurana eiga sig og féllust í faðma í hinum eina og sanna anda blómabarna hippatímabilsins.  Frjálsar ástir voru þó ekki viðhafðar að því er ég best veit en því meira var um saklaust kossaflens og innileg vinarfaðmlög og viðræður.  Hippaþemað var tekið misalvarlega og má til gamans geta þess að Björk á Hraunum mætti með fulla tösku að dásamlega fallegum hippaböndum sem hún hafði búið til og útbýtti.  Eða eins og hún sagði "fyrstir koma, fyrstir fá".  Þar sem ég var að skríða í hús heima hjá mér eftir að hafa ekið í einum rikk úr Brú, ætla ég að láta bíða morguns að setja inn nokkrar myndir og munuð þið þá fá að líta augum öll herlegheitin.  Einnig væri mjög gaman að fá myndir frá ykkur til að birta á síðunni (ippa@internet.is) og ekki væri verra að fá eins og eina "pararazzi" !!! Wink

Þetta var allt æðislega gaman.  Takk öll fyrir frábæra samveru og góða skemmtun á hinum margumrædda Ketilás.  Við í nefndinni Ippa, Gugga og Magga sendum ykkur ástar og saknaðarkveðjur með laginu Someone.Kissing

Atvinnulaus hvað?  Hittumst á sama tíma að ári!

Stormar eru æðislegir og hitta beint í hjartastað. 

Ippa InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketilás

Já, allt samkvæmt  björtustu vonum,ekkert sem klikkaði ! Svona á að vinna saman. Sakna ykkur dúllurnar Ippa og Gugga og samstarfsins - en við erum ekki hættar !  Það var gaman að koma í gömlu sveitina, hitta gamla vini syngja og dansa og síðast en ekki síst geta skilið eitthvað gott eftir til uppbyggingar á Ketilási !  Magga

Ketilás, 28.7.2008 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband