Hinn sanni andi....

Rétt hjá Vilborgu það ríkti hinn sanni andi blómabarna hippatímabilsins á Ketilásballinu. Það var einstök upplifun að standa að þessu balli og margt sem við getum nýtt okkur og eflir okkur til frekari dáða. Svo var Þetta eins og að hoppa til baka í tíma og maður gleymdi sér alveg í tónlistinni.

Það er nú einu sinni þannig að þegar einu verkefni líkur fer maður að hugsa um annað. Við stöllur erum með nokkrar hugmyndir sem við gætum séð fyrir okkur að virkuðu vel, ef af öðru svona balli gæri orðið á næsta ári. Það eina sem hægt er að segja um það hér og nú er að við viljum gera meira úr deginum. Til þess að það geti orðið ætlum við að leita til heimafólksins í sveitinni og viðra þær hugmyndir. En nógur tími til vangaveltna Smile En þegar vel hefur gengið kvikna draumarnir og hugurinn sveimar og sveimar.

Og Stormar eru góðir, ekki bara það að þeir geti spilað réttu tónlistina heldur líka það að þeir upplifðu þennan tíma og vita allt um það hvað var í gangi á þessum árum og það finnur maður þegar þeir spila. Frábært !

Mér fannst æðislegt hjá Stormum að brjóta dagskrána upp annað slagið og taka "Allt sem við viljum er friður á jörð" Það var svo sannarlega vel til fundið að skella þessu svona inn á milli. BARA FLOTT - og undirtektirnar - maður minn ! Enda yfirskrift dansleiksins sú sama...InLove

Og - þeir sem komu á ballið sýndu svo sannarlega að þeir kunna að skemmta sér og stemmingin var mögnuð.  Til hamingju öll og takk fyrir komuna, án ykkar hefði þetta ekki orðið svona gott, það gefur augaleið.

Er orðin spennt að sjá myndirnar sem Vilborg tók W00t

Nefndin "óstöðvandi"

MT

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Satt og rétt "nefndin óstöðvandi". Skilaði posanum í dag fyrir Guggu sem er enn fyrir norðan að gera uppp dæmið!!

Vilborg Traustadóttir, 28.7.2008 kl. 16:07

2 identicon

Hæ Vilborg mín og þið öll sem komuð. Já þetta var algjör toppur og þeir sem vildu koma en létu ekki verða af því sitja nú með blæðandi handarbök og sorg í sinni:( en láta það ekki gerast að koma ekki á næsta ball og upplifa kraftinn. Takk þúsund sinnum fyrir frábæra skemmtun og stemmingin var ósvikin. Mæli með því að þetta verði endurtekið að ári og jafnvel gert eitthvað meira eins og þið eruð að láta í skína. Bestu kveðjur og þakklæti frá okkur hjónum héðan sem skemmtum okkur eins og táningar, bara betur. Dísa og Konni Njarðvík (Dísa frá Nýrækt)

Þórdís Malmquist og Konráð Fjeldsted (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Ketilás

Þeir sem hafa talað við okkur eru svo glaðir með þetta að við erum í skýjunum, það hjálpaðist allt að, góð kynning á þessum atburði, langur aðdragandi á blogginu og upplýsingar þar, stórgóð hljómsveit og frábært fólk sem mætti til þess að hitta vini og vandamenn og skemmta sér ! Bara takk sömuleiðis Dísa og Konni. Það var gaman að sjá ykkur

Ketilás, 29.7.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sæl Dísa. Þakka þér fyrir fránært kvöld. Ef við hefðum ákveðið að veita verðlaun fyrir flottasta hippadressið hefðit þú fengið þau. Þú varst ÆÐI. Blómabuxur og allt! Hippaböndin frá Björk gerðu lukku og þetta var bara allt geggjað. Sennilega hefði "Hippinn í handbremsunni" (Geir) unnið f.h. karlpeningsins. Hann minnir á Robert Plant á myndunum. Kannski ættum við að hafa það með næst að veita verðlaun fyrir frumlegasta/flottasta hippadressiðen mér fannst ekki rétt að minnast á þetta á ballinu þar sem það hafði ekki verið talað um neins konar verðlaun fyrir hippadress! Ástarkveðjur og knús í allar áttir.

Vilborg Traustadóttir, 29.7.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 245363

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband