Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

5500 gestir

Reyndar yfir 5600 búnir að heimsækja síðuna. Nú er lag að koma á framfæri óskum um fyrirkomulag á ballinu okkar 26. júlí n.k. Ætlað fyrir 45 ára og eldri. Við erum sem sagt búnar að bóka Ketiláshúsið það kvöld og hljómsveitin Stormar var mjög áhugasöm síðast þegar fréttist. Uppi eru hugmyndir um að lengja partýið og hafa helgina undir ýmsa listviðburði. Gaman væri að heyra í ykkur um hver áhuginn er. Gaman væri að heyra í Fljótamönnum um það hvort þeir verði í stuði fyrir mikið gaman og mikið grín þessa helgi. Gaman væri að heyra í Siglfirðingum og Ólafsfirðingum (sameiginlegum Fjallabyggðarbúum) um það hvort þeir mæti ekki gallvaskir á staðinn? Skagfirðingar eins og þeir leggja sig mega alveg láta i sér heyra. Koma svo......Wizard

Jacson 5.....I want you back.....


Kveðja Ippa

Donna Summer


Vorum við ekki að velja diskó lag til Serbíu?  Vel við hæfi að lofa diskódrottningunni Donnu Summer að bjóða góða nótt.Wink

Og við Kristín vinkona "útvörpuðum" þessu lagi í talstöðinni þegar við vorum aðstoðarvitaverðir á Hornbjargsvita. "Það verður fjöldastrand við Hornbjarg í nótt", sagði Þórhallur Ben sem var á ritsímnum á Sigló þá stundina. Það varð sem betur fer ekki.  Fjöldastrandið!Sideways

Góða nótt, Ippa Sleeping


Á rúntinum

Hver man ekki eftir balli á Ketilásnum?  Árið 1970 var t.d. gott ár á þeim góða stað.  Ég man eftir því að hafa setið úti í bíl "með blandið" mest allt kvöldið.  Dyraverðirnir voru strangir þetta kvöld og hleyptu fáum inn með vínflösku eða pela.

Þyrstir ferðafélagar mínir komu því af og til út í bíl og bergðu á birgðunum.

Ég keyrði þetta kvöld eins og reyndar mörg önnur kvöld.  Það var fallegt veður og björt nótt.  Út í bíl til mín kom stelpa.  Við tókum tal saman og eftir að félagar mínir höfðu tæmt veigarnar í bílnum fórum við dálítinn rúnt ég og stelpan.  

Mikið var þetta fallegt kvöld og það var mjög gaman og allt að því rómantískt að keyra um í Fljótunum með þessari stelpu.  Hún þekkti vel til og það var gaman að tala við hana.  Við vorum þó ekki neitt saman.  Hún var bílstjóri á öðrum bíl og við eyddum tímanum saman þessa nótt.  

Á rúntinum. 

Kannski sjáumst við í sumar nærri 40 árum síðar?  Ég og stelpan?

Karlinn og kerlingin! 

 

(Ippa setti inn) 

 Finnst þetta lag passa við færsluna.....með kveðju, Ippa Cool

 

 

 


Byrds....

Ippa

Bob Dylan...


Kveðja,  Ippa

Th Who!!


Kveðja,  Ippa

Einhvern veginn svona stemmning?

 
 



Við erum að tala um þetta!  26. júlí 2008 ekki satt?  Á Ketilási í Fljótum.....SMI-20390

Black Magic Woman

 
 Lag með boðskap!
 
 

Carlos Santana sló rækilega í gegn á Woodstock.  Þetta lag varð ofur vinsælt árið 1970.
Segir a síðunni  http://www.hipplanet.com/books/atozinfo.htm
 .....Ippa

Everly Brothers....


Söngurinn frábær.....Ippa

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband