Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
19.2.2008 | 20:32
Nær í tíma.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 19:41
Þetta hljómaði lengi....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 19:35
Ein krassandi...aðsend...
Ég var 14 ára. Kominn með sætafeðnni á Ketilás. Nú ætlaði ég að skemmta mér eins og stóri bróðir og vinir hans. Ég hafði fengið leyfi til að fara á ballið af því að þetta var réttarball. Ég hafði verið í göngum með bónda í sveitinni. Ég hafði falið brennivínspela í garðinum heima í viku fyrir ballið. Fylgdist vel með að enginn fyndi hann. Það var mikil spenna sem fylgdi því að laumast við að ná í hann daginn sem ballið var. Ég faldi hann ofan í sokkunum þegar ég fór í rútuna. Buxurnar voru með svo víðum skálmum. Útvíðar var það kallað.
Á Ketilásnum fékk ég auðvitað ekki að fara inn. Var ekki með nafnskírteini. Svo ég laumaðist á bak við hús og drakk það sem eftir var af pelanum. Sem var ekki mikið. Mest hafði ég drukkið á leiðinni. Í rútunni. Ég ákvað að efna til slagsmála. Þegar ég sá að fleiri sætaferðir komu sat ég um þá sem mér sýndist að væru drukknir. Pikkaði einn út og gekk upp að honum. Reif kjaft. Hann reyndi að hrista mig af sér en ég gafst ekki upp. Fór að ýta við honum. Þá brjálaðist hann og hellti sér yfir mig. Ég sló hann og hann sló mig til baka. Við veltumst um í slagsmálum og enduðum úti á túni. Veltumst eftir mölinni og út á tún. Ég var nokkuð sterkur þó ungur væri og hafði hann undir. Lét höggin dynja á honum milli þess sem ég varðist höggunum frá honum.
Löggan kom og stakk okkur báðum aftur í löggubíl. Lét okkur dúsa þar. Við vorum báðir dasaðir eftir átökin en löggan hafi sett á okkur handjárn svo við hættum að slást. Skyndilega sá ég að "félagi minn" var helblár í faman. Hann lá á bakinu og hafði ælt. Ég ýtti við honum og tókst að velta honum á hliðina. Ég sá æluna leka út úr honum og hann fór að hósta og greip andann á lofti.
Ég sagði löggunni ekki frá þessu enda virtust þeir ekki hafa neinn áhuga á okkur.
Það var ekki fyrr en mörgum árum síiðar sem alvara málsins rann upp fyrir mér. Ég varð ánægður að hafa ekki orðið mannsbani og ánægður að hafa bjargað mannslífi.
Dálítið kaldhæðnislegt.
Ippa setti inn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2008 | 15:59
Bubbi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 13:54
Lítill fugl hvíslaði.......
Það var sumarið 1974. Vinkonurnar frá Siglufirði voru að dressa sig á Ketilásball. Ég ætla að fara í gallabuxunm sagði ein. Við ætlum allar að fara í gallabuxum sagði önnur. Gallabuxur voru nefnilega málið. Vinkonurnar voru á aldrinum 16-17 en tvær voru 15. Þær voru fæddar það seint á árinu. Aldurstakmarkið var 16 ár.
Við innganginn á Ketilási gekk allt vel eða þar til kom að annarri þeirra sem var 15 ára. Hún komst ekki inn. Nú hófust miklar rökræður við dyraverðina um óréttlæti heimsins og það hve heimskulegt fyrirkomulag það væri að mismuna eftir fæðingardegi. Þarna væru krakkar í sama bekk og hluti bekkjarins kæmist inn en hinn ekki! O.s.frv. o.s.frv. Dyraveriðirnir voru fastir fyrir en þegar annar þeirra skrapp frá um kvöldið mýktist hinn aðeins og leyfði stelpunum að ganga einn hring á ballinu. Einni í einu svo það yrði minna áberandi.
Stelpunum fannst svo gaman inni á ballinu að þegar þær svo fóru aftur út var gengist í að koma þeim inn aftur og nú eftir krókaleiðum. Gluggi á stafni hússins var kjörinn til þess. Hann var hulinn rauðri þykkri flauelisgardínu og auðvelt að athafna sig bak við hana svo lítið bar á. Þær sem voru inni opnuðu gluggann (laumulega) og skyndilega voru báðar stelpurnar komnar í fjörðið með hinum á ný.
Dyraverðirnir þekktu auðvitað stelpurnar og hentu þeim út en þær komust alltaf jafnharðan inn aftur. Á þessu gekk í nokkur skipti þar til dyraverðinir uppgötvuðu leiðina. Næst þegar þeir hentu þeim út héldu þeir rakleitt að glugganum og stóðu svo þar og gripu þá sem fyrr var inn og fóru með hana rakleitt út aftur. Við lítinn fögnuð hinna.
Seinna skemmtu þær sér við að rifja þetta upp í vinkonuhópnum. Þá var mikið hlegið. Enda er þetta það eina sem eftir stendur hjá vinkonunum í dag af þessu balli. Jú og gallabuxurnar....
Dyraverðirnir mega eiga það að þeir voru ótrúlega þolinmóðir og það er næsta víst að þeir hafi skemmt sér töluvert við þetta allt saman. Alla vega sátu þeir ekki aðgerðalausir þetta kvöld á Ketilási árið 1974.
Ippa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2008 | 14:10
Góð Ketilássveifla....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2008 | 13:39
Fyrsta ballið.....
Það er sennilega sumarið 1972. Ég fór á fyrsta ballið. Gulli frændi var að syngja með hljómsveit sem ég man ekki hvð heitir. Ég man að þetta lag var mikið spilað og mikið var ég montin af Gulla frænda sem söng það af miklum krafti. Ballið auðvitað á Ketilási. Hef sagt frá því áður hér á síðunni.
Fallegt myndband með laginu.
Ippa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 08:15
Fleiri og fleiri skoða síðuna....
Er að detta í FJÖGUR ÞUSUND innlit ! Sá sem verður númer 4.000 VERÐUR að láta heyra frá sér !
MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 23:26
Þessu man ég eftir

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 17
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 249349
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Af mbl.is
Innlent
- Herfugl í 17. sinn frá árinu 1901
- Reiknar ekki með frestun mála
- Víða skúrir á landinu í dag
- Réðust á tvo sem voru á göngu
- 15-20 bílar skemmdir
- Isavia ekki á móti trúariðkun í skúrnum
- Plokkað um allt land
- Vill ekki hræða landsmenn til að ganga í ESB
- Metnaðurinn vakti athygli í Danmörku
- Bogi les sinn síðasta fréttatíma
Erlent
- Hvetja til stillingar í kjölfar skothríðar
- Tilbúnir í viðræður án skilyrða en með kröfur
- Telur að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga
- Pútín hrósar afrekum norðurkóreskra hermanna
- Ákærður fyrir manndráp
- Kjarnorkuvopnunum miðað á Indland
- Myndskeið: Fyrstu 100 dagar Trumps í embætti
- Maðurinn glímir við andleg veikindi
- Kanadamenn kjósa í skugga hryllingsins
- Níu látnir í Vancouver Lík út um allt