Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
17.2.2008 | 21:45
Keep on running....Those were the days...What a wonderful world
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 18:54
Á mölinni
Þessi vísa var ort eftir ball í Miðgarði, ég veit ekki um höfundinn en ef einhver þekkir hann endilega látið okkur vita. Það var möl á Ketilásnum líka.......
"Ja, mikið helvíti ballið er búið
bansettar stelpurnar horfnar sinn veg.
Loks þegar fólikið og fjörið er flúið
fallítt á mölinni eftir stend ég.
Sjóðandi, steikjandi, helvíti og hitt
og heitbrenndur djöfull að eiga ´ekki spritt.....
Kveðja Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 18:24
Elton....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 17:59
Upphringing....
Það hringdi í mig gömul vinkona mín sem hafði heyrt af síðunni og vildi láta vita að hún væri ánægð með framtakið ! ´
Hún var "á föstu" lengi eftir að hafa hitt "sjarmör" einn mikin frá 'Olafsfirði. Að vísu entist það samband ekki nema einhverja mánuði frekar en mörg önnur en hún bað mig að segja að minningarnar frá þessum stað væru afar sterkar. Hvort hún kæmi á ballið ? ekki spurning - auðvitað kem ég var svarið !
Frábær viðbrögð. MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 15:11
Svartir dagar.....
....svo er það hin hliðin.....barst einnig með tölvupósti.....
Ég var álitin hálfgerður ógæfumaður, þar sem ég drakk drjúgt á þessum árum....samt eignaðist ég nokkra vini á Ketilásböllunum, var kannski að koma úr syglingu með nóg af víni og bjór og gaf í allar áttir. Stundum mundi ég ekkert frá þessum blessuðu böllum, en einhvernvegin situr í mér minning um góða tíma, þó aðallega glaðværð og bros og smá knús frá drykkjufélögum ! Stelpurnar voru ofursætar í hippa dressunum sínum ! Ég er búin að vera edrú í nokkur ár og hver veit nema ég kíki á Ketilás í sumar, ég veit að sumir félagarnir eru fallnir frá en gaman væri að sjá hvernig öll hin hafa haldið sér á floti í gegn um lífsins ólgusjó - Peace -....ónefndur vinur
Við berum virðingu fyrir þér, takk fyrir að láta vita af þér ! MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 13:39
Sálin á flakk?
Nú langar mig að segja eina yfirnáttúrulega sögu tengda Ketilási (óbeint). Ég var í vegavinnu sumurin 1981 og 1982. Það var m.a. verið að leggja nýjan veg fyrir Mánárskriður (Mánaðarskriður eins og Inga á Eyri kallaði þær). Það var árið 1981 að skúrarnir voru í lægðardragi milli Mánárskriðanna og Almenningsnafar. Í dálitlu vari frá þjóðveginum.
Þetta sumar kom sprengisérfræðingur til að sprengja fyrir nýja veginum en það var verið að lækka hann og gera hann þægilegri yfirferðar en hann var eins og margir muna lagður í sneiðing upp og niður snarbrattar hlíðarnar. Ekkert ósvipað og Ólafsfjarðarmúlinn bara styttri vegalengd.Sprengisérfræðingurinn sagði okkur sögur af yfirnáttúrulegri reynslu sem hann hafði orðið fyrir í starfi sínu. M.a. frá því að huldufólk heimsótti hann og gerði hnum grein fyrir afleiðingum þess ef það yrði sprengt þar sem það bjó.
Eina helgina sem oftar var farið á ball á Ketilási. Þannig var að það var frí um helgar og flestir fóru heim til sín. Sprengisérfræðingurinn var að sunnan og hélt því til í skúrunum yfir helgina.
Ég var bílstjóri þetta föstudagskvöld. Ballið var búið klukkan tvö og fljótlega tókst mér að smala samferðafólkinu inn í bílinn. Þegar við svo ókum fram hjá skúrunum klukkan tíu mínútu í þrjú varð mér hugsað til sprengisérfræðingsins og sagði við fólkið í bílnum en það vann ekki með mér í vegavinnunni "það er einn maður í skúrunum og það væri nú nógu gaman að hrekkja hann pínulítið" en keyrði bara áfram án þess að stoppa og skilaði þeim sem með mér voru heim og hélt svo heim til mín.
Þegar ég svo mætti til vinnu á mánudagsmorgni var sprengisérfræðingurinn fyrsti maður í morgunmat og spurði mig með hálfgerðu þjósti, "hvað varst þú að gera hér aðfarnótt laugardagsins?"
"ÉG, ég kom ekkert við sagði ég en ég keyrði framhjá".
"Þú sviptir upp hurðinni á skúrnum mínum og horfðir á mig skellihlæjandi" sagði hann "og svo varstu rokin".
"Klukkan hvað var þetta?" Spurði ég.
"Klukkan tíu mínútur í þrjú " svaraði hann.
Kveðja, Ippa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2008 | 20:13
Father and son - Cat Stevens
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 18:07
Minni á
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 17
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 249349
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
agny
-
andres
-
baldurkr
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
blues
-
brahim
-
gattin
-
dabbi
-
saxi
-
ea
-
geirfz
-
gthg
-
vild
-
hannesgi
-
herdis
-
smalinn
-
hlynurh
-
maggatrausta
-
ingibjorgstefans
-
astromix
-
jensgud
-
nonniblogg
-
jullibrjans
-
ksig58
-
kiddirokk
-
lks
-
maggimark
-
mariaannakristjansdottir
-
motiv
-
nanna
-
solir
-
ottarfelix
-
palmig
-
ronnihauks
-
seljanesaett
-
sigurjonth
-
sms
-
bjre
-
stebbifr
-
stefanjon
-
fugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
nytthugarfar
-
ippa