Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vinsælt með Gautunum og Selmu Hauks...

Hér í flutningi Suzy Quatro og Chris Norman, kveðja Ippa


Summer of 69

Páskafríið búið og von á meira fjöri hér á síðunni!!!!

 

Kveðja Ippa 


Farin í páskafrí - Gleðilega páska!

Þetta var vinsælt 1974 - 1975.  Gleðilega páska. Smile
Kveðja Ippa 

Gestabókin

Við hvetjum þá sem heimsækja síðuna að nota óspart gestabókina okkar.  Smile

Einnig að vera ófeimin við að gera athugasemdir.  Wizard

Því fleiri hugmyndir, því betra. W00t

Það eru margir sem stunduðu böllin á Ketilásnum og eiga þaðan minningar frá unglingsárum sem og öðrum árum.  Barnaskólaárum og jafnvel efri árum.  Woundering 

Hvernig litist ykkur á að hafa listviðburði yfir alla helgina?  Einhverja dagskrá fyrir þá sem hugsanlega vilja dvelja yfir helgina í nágrenninu?  Cool   

Kveðja Ippa

P.s. Þá er ég auðvitað að meina ballhelgina þann 26. júlí 2008! Blush

 

 



Hit me with your best shot!

 
Pat Benatar í stuði.  
Kveðja,  Ippa 

Monday Monday!!

Enn frá Mamas and the Papas.  Nú í stíl við daginn í dag! Wink
 
Njótið,  Ippa 

California dreamin


Fallegt frá "gamla tímanum".  Gullaldarárin teygja sig langt aftur og frábært að rifja þetta allt saman upp.  Hlakka ekkert smá til að mæta á Ketilásinn í "hippafíling" og með blómakrans eða band um ennið.InLove
 
Kveðja Ippa 

Downtown



Frábært í einu orði sagt,  vinsælt 1964 en er nánast klassík í dag.....  Kveðja Ippa

Twiggy


Hver man ekki eftir Twiggy?   Kveðja Ippa

Pestarkvæði

Surgical-Patients-View-of-Five-Doctors-Giclee-Print-C12351260Þar sem ýmsar pestir hefa herjað á landann í vetur þá er ekki laust við það að sumir hafi fengið nóg !!!!

neðanritað kom úr "bransanum"

 

Nú líður mér illa,

lasinn er ég,

margs konar kvilla

merki ber ég,

um allan skrokkinn

frá skalla að il

mér finnst ég alls staðar

finna til.

Þessi andskoti birtist í ýmsum myndum,

- fjölbreytnin er með ólíkindum:

í vindverkjum sterkum,

vondu kvefi,

ræmu í kverkum

rennsli úr nefi,

svo er þrálátur hósti

og þyngsli fyrir brjósti,

en beinverkir þjarma að baki og fótum,

og það brakar í öllum liðamótum,

þar grasserar sem sé giktarfjandi,

sem almennt er talinn ólæknandi.

Þá er sljóleiki í augum,

en slappelsi á taugum,

og svo þessi eilífa syfja,

eða sárindin milli rifja,

og óþægindi í einhverri mynd,

oftast báðu megin við þind.

Yfir höfðinu er þessi þráláti svimi,

en þreyta gagntekur alla limi.

Loks fylgir þessu lítill máttur,

óreglulegur andardráttur,

bólgnir eitlar og blásvört tunga,

bronkíttis í hægra lunga.

Svo safnast á skrokkinn skvapkennd fita

þótt ég skeri við nögl hvern matarbita,

og í sjö vikur hef ég,

segi og rita,

sofnað með köldu og vaknað með hita.

Samt hefði ég aldrei uppphátt kvartað,

ef lasleikinn væri ekki lagstur á hjartað,

þar hef ég nú stöðuga stingi,

sem stafa af of háum blóðþrýstingi.

Og lon og donhjá læknum er ég,

með litla vonfrá langflestum fer ég,

því að lítið er gagnið

að geislum, bökstrum og sprautum

við svona fjölbreyttri

vanlíðan og þrautum.

Það ber helst við

að mér batni á köflum

af brúnum skömmtum

og magnyl töflum.

Sem sagt: ég er á eilífum hlaupum

milli sérfróðra lækna og í lyfjakaupum.

Já, útlitið er ekki gott.

Ég þoli orðið hvorki þurrt né vott,

það er að segja fæði.

Og friðlaus af fjörefnaskorti

til fróunar mér ég orti

þetta kvalastillandi kvæði.

 

 

(Fékk þetta sent frá Öllu á Nýrækt eða "Nýræktarsystkinunum" . Það verða allir að vera búnir að jafna sig á öllum pestum þann 26. júlí þegar ballið okkar verður á Ketilási).  Kveðja Ippa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 248325

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband