Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
25.7.2008 | 11:08
Og konur lúkkið í lagi...skoðið...
Og var einhver að tala um lúkkið?
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 08:45
Akið varlega...........
Við vitum um marga sem eru á ferðinni norður í dag og á morgun. Þetta verður mikil ferðahelgi og greinilegt að straumurinn liggur norður, hér er margt um að vera og spáir besta veðrinu. Akið bara varlega hvaðan sem þið eruð að koma og við hittumst svo bara hress og kát á Ketilásnum góða.
Á morgun bíða okkur nokkur verkefni að leysa á Ásnum og svo er það bara BALLIÐ ! Góða ferð.
Sjáumst heil.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 23:28
Ný lög á tónlistarspilaranum
Við bætum alltaf nýjum lögum á tónlistarspilarann af og til. Í kvöld var það Cliff Richards með The young ones o.fl. góð. Njótið.
Ippa og Alla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 22:18
Í fylgd með fullorðnum....
Stórdansleikur á Ketilási.
Allt sem við viljum er friður á jörð.
Athugið!!!
Laugardagskvöldið 26. júlí n.k.
mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik
á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.
Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu.
Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.
Nefndin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 21:46
Þakklæti
Þá er komið að þriðju þakkargjörð. Húsráðendur og "staðarhaldarar" á Ketilási eiga þakkir skildar fyrir að bregðast vel við og leigja okkur húsið ásamt því að greiða fyrir um tjaldstæði. Það er mikill munur fyrir þá sem koma langt að að geta slegið upp tjaldi og haldið kyrru fyrir á staðnum.
Einnig er okkur ljúft að beina þakklæti okkar til Storma fyrir að taka okkur svona vel og vilja umsvifalaust spila á ballinu. Án þeirra yrði einfaldlega ekkert ball! Þeir hafa líka gengið í ýmis verk eins og að kanna aðstæður á staðnum og látið bæta úr því sem þurfti. Einnig komið með góðar og gagnlegar ábendingar til okkar í nefndinni varðandi praktísk atriði. Mætt í viðtöl í fjölmiðlum o.s.frv. Þetta er eitthvað svo áreynslulaus samvinna í alla staði. Allir gera sitt besta og aðeins betur og enginn er að hafa óþarfa áhyggjur af einu eða neinu. Þetta er frábært.
Þakklætiskveðjur frá "Nefndinni" Möggu, Ippu og Guggu til ykkar allra sem hafið á óeigingjarnan hátt hjálpað til við að gera Hippaballið 26. júlí 2008 að veruleika. Gleymum ekki ykkur sem skoðið síðuna okkar allra og öllum sem mæta á ballið. Kveðjunni fylgir þetta lag sem á vel við hugrenningar okkar. M.a.s. líka "wondering what dress to wear now" passar við þær þessa stundina!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 17:40
Ketilás
Ég hringdi í Þór í Saurbæ í gær. Að áeggjan pabba. Ég hef verið forvitin um hvers vegna Ketilás heitir Ketilás.
Þór í Saurbæ kvaðst ekki vita það fyrir víst en dregur þá ályktun að hæðin sem húsið stendur á heiti Ketilás. Hann gæti þá verið í laginu eins og ketill eða eitthvað því um líkt. Hann benti á að ýmsir Ásar eru þarna í kring eins og Lambanesás, Holtsás o.fl sem bera þá nöfn sín af
Lambanesi og Holti (Stór-Holti og Minn-Holti) o.s.frv.
Það er spurning hvort einhver kannast við þetta?
Ippa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 15:41
Styttist í stuðið!
Stórdansleikur á Ketilási.
Allt sem við viljum er friður á jörð.
26.07.2008.
Laugardagskvöldið 26. júlí
mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.
Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu.
Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 14:46
Lúkkið...........
Svona í framhaldi...
Peace merkið er til hér neðar á síðunni..
MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2008 | 14:36
Fréttablaðið og DV á morgun....
Áframhaldandi umfjöllun um ballið í þessum miðlum á morgun ! Þetta ball fer sko ekki framhjá neinum.
Vilborg systir þeysist nú um allt í Reykjavík í leit að rétta "hippa lúkkinu" Hvernig stendur á því að maður hendir svona "heimildum" eins og öllum hippa dressunum ? Það er eitthvað lítið úrval af svoleiðis fatnaði í dag. Ég átti mín dress lengi en þau enduðu flest lífdaga sína í leiksýningu austur á fjörðum fyrir mörgum árum og þar urðu þau bara eftir - held ég. En þá er ráð að kaupa sér hvítan bol, teikna á hann peace merkið og nafnið á Stormum - og einhverjum fleiri hljómsveitum frá þessum árum (þetta gerðum við Anna Stína og Solla) þá er þetta fullkomið, nokkrar hálsfestar og stórir eyrnalokkar fyrir okkur konurnar og hippabandið - það er algjört forgangsatriði
Mikið sakna ég jesus skónna sem voru reimaðir uppað hnjám og ég fann í Svíþjóð á okkur systur............
MT
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2008 | 13:24
Nefndin.........
Vorum beðnar að setja hérna hverjir eru í þessari nefnd um Ketilásballið.
Margrét Traustadóttir (formaður) margr.tr@simnet.is Hs:461 1295
Vilborg Traustadóttir (ritari) ippa@simnet.is HS:568 9685 og GSM 660 1724
Guðbjörg Benjamínsdóttir (gjaldkeri) guggab@emax.is
Annars vinnum við þetta bara allt saman og skiptum með okkur verkum.
Svo er fullt af hjálpsömu fólki í kring um okkur og þetta verkefni !
Nefndin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Af mbl.is
Innlent
- Ekki tekist að vernda börn þrátt fyrir vitneskju
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot