Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
29.7.2008 | 11:11
Myndir frá ballinu
Ég var að setja inn myndir af Hippaballi aldarinnar, Woodstock Fljótamanna. Þær eru í albúmi sem heitir Ketilásball 2008. Mikið væri gaman að fá fleiri frá ykkur og setja inn. Netfangið er ippa@internet.is
Bloggið er ekki komið í lag aftur, en blog.is var úti vegna bilunar í diskastæðu, við verðum bara að biða þolinmóð þar til það verður lagað alveg og þá setjum við inn fleiri myndir. Við fengum margar flottar myndir frá Öllu í gær.
Svo er Mogginn í dag með frétt af ballinu.
Ippa og hinar í nefndinni óstöðvandi eins og sagt hefur verið.
Bloggar | Breytt 30.7.2008 kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2008 | 14:08
Hinn sanni andi....
Rétt hjá Vilborgu það ríkti hinn sanni andi blómabarna hippatímabilsins á Ketilásballinu. Það var einstök upplifun að standa að þessu balli og margt sem við getum nýtt okkur og eflir okkur til frekari dáða. Svo var Þetta eins og að hoppa til baka í tíma og maður gleymdi sér alveg í tónlistinni.
Það er nú einu sinni þannig að þegar einu verkefni líkur fer maður að hugsa um annað. Við stöllur erum með nokkrar hugmyndir sem við gætum séð fyrir okkur að virkuðu vel, ef af öðru svona balli gæri orðið á næsta ári. Það eina sem hægt er að segja um það hér og nú er að við viljum gera meira úr deginum. Til þess að það geti orðið ætlum við að leita til heimafólksins í sveitinni og viðra þær hugmyndir. En nógur tími til vangaveltna En þegar vel hefur gengið kvikna draumarnir og hugurinn sveimar og sveimar.
Og Stormar eru góðir, ekki bara það að þeir geti spilað réttu tónlistina heldur líka það að þeir upplifðu þennan tíma og vita allt um það hvað var í gangi á þessum árum og það finnur maður þegar þeir spila. Frábært !
Mér fannst æðislegt hjá Stormum að brjóta dagskrána upp annað slagið og taka "Allt sem við viljum er friður á jörð" Það var svo sannarlega vel til fundið að skella þessu svona inn á milli. BARA FLOTT - og undirtektirnar - maður minn ! Enda yfirskrift dansleiksins sú sama...
Og - þeir sem komu á ballið sýndu svo sannarlega að þeir kunna að skemmta sér og stemmingin var mögnuð. Til hamingju öll og takk fyrir komuna, án ykkar hefði þetta ekki orðið svona gott, það gefur augaleið.
Er orðin spennt að sjá myndirnar sem Vilborg tók
Nefndin "óstöðvandi"
MT
Bloggar | Breytt 29.7.2008 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2008 | 22:19
Tapað - fundið!
Heyrnartæki tapaðist á Ketilásballinu í gærkvöldi (þann 26. júlí). Í eða við húsið. Finnandi vinsamlega komi því til stelpnanna í búðinni á Ketilási eða látið okkur vita hér í athugasemdakerfinu hvar er hægt að nálgast það.
Ippa
Bloggar | Breytt 28.7.2008 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2008 | 21:23
Á sama tíma að ári?
Ég var að uppgötva það að ég ( Ippa) er að verða "atvinnulaus"! Það hefur verið í nógu að snúast við undirbúning hippaballsins sem við héldum á Ketilási í gærkvöldi. Nú er það um garð gengið og tókst vægast sagt mjög vel. Allir mættu í góðu skapi og ákveðnir í að skemmta sér. Allir létu girðingarstaurana eiga sig og féllust í faðma í hinum eina og sanna anda blómabarna hippatímabilsins. Frjálsar ástir voru þó ekki viðhafðar að því er ég best veit en því meira var um saklaust kossaflens og innileg vinarfaðmlög og viðræður. Hippaþemað var tekið misalvarlega og má til gamans geta þess að Björk á Hraunum mætti með fulla tösku að dásamlega fallegum hippaböndum sem hún hafði búið til og útbýtti. Eða eins og hún sagði "fyrstir koma, fyrstir fá". Þar sem ég var að skríða í hús heima hjá mér eftir að hafa ekið í einum rikk úr Brú, ætla ég að láta bíða morguns að setja inn nokkrar myndir og munuð þið þá fá að líta augum öll herlegheitin. Einnig væri mjög gaman að fá myndir frá ykkur til að birta á síðunni (ippa@internet.is) og ekki væri verra að fá eins og eina "pararazzi" !!!
Þetta var allt æðislega gaman. Takk öll fyrir frábæra samveru og góða skemmtun á hinum margumrædda Ketilás. Við í nefndinni Ippa, Gugga og Magga sendum ykkur ástar og saknaðarkveðjur með laginu Someone.
Atvinnulaus hvað? Hittumst á sama tíma að ári!
Stormar eru æðislegir og hitta beint í hjartastað.
Ippa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2008 | 12:22
Auðvitað var gaman....
Við getum sagt þær fréttir að ballið tókst í alla staði vel og aðsóknin var MJÖG góð. Erum að fara að klára dæmið og segjum frekari fréttir síðar
Takk fyrir síðast öll sem voruð á Ketilási í gær, þið voruð frábær. Vonandi hittumst við aftur að ári !
Nefndin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2008 | 17:42
Góða skemmtun !
Síðast en ekki síst. Skemmtið ykkur vel í kvöld. Nú verður sungið með svo undir tekur í Ketilásnum.
Sjáumst.
Ippa, Magga og Gugga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2008 | 17:37
Í kvöld Laugardagskvöldið 26. júlí
Stórdansleikur á Ketilási.
Allt sem við viljum er friður á jörð.
26.07.2008.
Laugardagskvöldið 26. júlí
mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.
Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu.
Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er
frítt þessa helgi.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 17:27
Frábært veður og góður andi
Við stöllurnar sem stöndum að hippaballi á Ketilási í kvöld komum þar saman í dag til að yfirfara málin á staðnum og skapa smá stemningu í salnum. Veðrið er yndislegt og fólk var að tínast á staðinn.
Ég fékk skýringu á nafninu Ketilás hjá Steina frá Nýrækt. Það mun hafa verið maður að nafni Ketill þarna sem gekk aftur og er talinn ganga enn ljósum logum á staðnum (Ekki skrítið að presturinn sem fermdi okkur Öllu hafi hrokkið við þegar við vorum að leika drauga í kolakjallaranum undir skólastofunni og létum sótug fótspor liggja upp í stofuna með því að ganga aftur á bak niður í stórum sótugum stígvélum)
Stelpurnar á Ketilásnum sögðu mikinn áhuga vera fyrir ballinu og mikið hafi verið spurt um það.
Hlökkum til að sjá ykkur öll...
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 08:14
Á síðustu metrunum.........
Upp er runnin balldagurinn mikli og stefnir í gott ball á Ketilási í kvöld. Okkur langar til að minna ykkur á að húsið opnar kl.21,30 og seldir verða gosdrykkir á ballinu og samlokusala verður einnig. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
Aðra drykki (ef þið kjósið) þurfið þið að taka með ykkur. Að sjálfsögðu eru reykingar ekki leyfðar inni í húsinu en stutt er að skjótast út í góða veðrið. Í dag skreppum við á Ásinn og athugum hvort við getum ekki gert þar smá hippalegt. Ippa hitti Stormana í gær þar sem þeir voru að ljúka síðustu æfingu og voru þeir að sjálfsögðu í "góðum gír". Gugga er komin í Fljótin og margir sem ég þekki bruna þangað í dag og í kvöld. Nokkra Akureyringa þekki ég sem ætla að mæta. Sjálf er ég að henda niður í tösku því sem mér dettur í hug að dugað geti sem hippaklæðnaður í kvöld. Bruna bráðum af stað vestur.
Meira síðar í dag.
Kveðjur úr rjómablíðunni á Akureyri. Sennilega allra besti sumardagurinn hér til þessa í sumar. Mikið erum við heppin.
Já, og takk fyrir áhugann á síðunni. Heimsóknir hafa aukist jafnt og þétt síðustu dagana. E.t.v. náum við 25.þúsund heimsóknum fyrir kvöldið !
Fyrir nefndar hönd.
MT
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 11:13
Einstakur viðburður! Gleði og gaman!
Stórdansleikur á Ketilási.
Allt sem við viljum er friður á jörð.
26.07.2008.
Laugardagskvöldið 26. júlí
mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.
Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu.
Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er
frítt þessa helgi.
Nefndin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 248228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- agny
- andres
- baldurkr
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- blues
- brahim
- gattin
- dabbi
- saxi
- ea
- geirfz
- gthg
- vild
- hannesgi
- herdis
- smalinn
- hlynurh
- maggatrausta
- ingibjorgstefans
- astromix
- jensgud
- nonniblogg
- jullibrjans
- ksig58
- kiddirokk
- lks
- maggimark
- mariaannakristjansdottir
- motiv
- nanna
- solir
- ottarfelix
- palmig
- ronnihauks
- seljanesaett
- sigurjonth
- sms
- bjre
- stebbifr
- stefanjon
- fugla
- valgerdurhalldorsdottir
- nytthugarfar
- ippa