Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Morgunútvarp rásar tvö....

Það var gaman að hlusta á viðtalið við Tedda Júll í Stormum í morgun í morgunútvarpi rásar tvö. Hann var hress og sagði meðal annars að uppistaðan í prógramminu á laugardaginn verði Stones lög og Bítlalög, Kinks og fleiri. LoL Þetta verður skemmtilegt !

Þetta verður dúndurball ! Við vitum um marga sem eru að koma á ballið og höfum verið beðnar að taka frá borð fyrir tvær heiðurskonur sem eiga örugglega met í aðsókn á böll á Ketilási. Það verður að sjálfsögðu tekið til athugunnar þar sem þær eru komnar af léttasta skeiði.

Annars, bara að mæta og næla sér í borð en við eigum nú frekar von á því að ekki verði nú mikið sest niður á þessu balli Whistling 

 Meira fljótlega.

Nefndin.


Ástin er ekta!

Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 26.07.2008.

 Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

 

Nefndin 


Þakkargjörð áfram...

Þakklætið er móðir svo margra góðra tilfinninga.  Þess vegna er gott að vera þakklátur.  Þakklæti okkar í nefndinni beinist að svo mörgum en við erum að reyna að koma því skipulega til skila.  Við erum afar þakklátar öllum þeim sem hafa hjálpað okkur við kynningar á Kome back hippaballinu okkar á laugardaginn. Þar má nefna blað Siglfirðingafélagsins og vef Fjallabyggðar, "Lífið á Sigló" og Steingrím Kristinsson, skagafjordur.com og Rögnvald Valbergsson, Morgunblaðið og hann Hjálmar blaðamann sem kom kaffihúsakjaftæðinu í okkur stöllum í undirbúningsnefndinni ótrúlega vel til skila. DV og Jón Bjarki eiga einnig okkar þakklæti jafnvel þó umfjöllunin sé ekki komin erum við traustið uppmálað þar sem við könnumst við kauða og vitum að vönduð vinnubrögð eru hans ær og kýr,  sveitarfélögin Skagafjörður og Fjallabyggð sem hafa létt undir með okkur og greitt götu okkar með stuðningi við að auglýsa atburðinn,  þakklátar Tunnunni og Sjónarhorni og RUVAK sem tók okkur afar vel og það verður spennandi að vita hvernig tekst til með viðtal hjá þeim sem stendur til að verði á föstudaginn.  Svo þökkum við auðvitað ykkur öllum sem hafið fylgst með og breitt út "boðskapinn" og sem mætið gallvösk á Ketilásinn á laugardagskvöldið. Wink   Ef fleiri fjölmiðlar vilja fá þakkir í þessari þakkargjörð verða þeir hinir sömu að bregðast skjótt við og hafa samband við okkur og óska eftir viðtali eða upplýsnigum um ballið góða! Wizard 

P.S Fréttablaðið er komið í hóp velgjörðarmanna okkar og verður viðtal við Möggu formann í blaðinu á morgun, föstuaginn 25. júlí. Blaðamaður Fréttablaðsins hyggst aukin heldur mæta á ballið takk fyrir!  Einnig var Morgunútvarp Rásar 2 með viðtal við Theódór Júlíusson söngvara Storma í morgun.   Glæsilegt!!


Helgarblað DV og Svæðisútvarpið, hárgreiðslustofa og hippakjóll

Við munum láta ljós okkar skína í Helgarblaði DV og einnig í Svæðisútvarpinu að öllum líkindum "Helgarpakkanum" sem er mjög skemmtilegur og fræðandi.  Hann fjallar um það sem er um að vera á Norðurlandi um helgar.  Magga formaður fer í viðtal þar.  Bráðskemmtilegur blaðamaður DV hafði samband við okkur og tók m.a. viðtal við hljómsveitarmeðlim í Stormum.

Hippie-Girl-at-Woodstock-Music-Festival-Photographic-Print-C13879041

 

 ----

 

Það er gaman hve jákvæð viðbrögð við fáum alls staðar. Ég fór í klippingu í dag og hárgreiðslukonan mín var svo hrifin af þessu framtaki okkar að hún bauðst til að lána mér hippakjól!! 

 

 

.......Ippa Kissing

 


Endalaus ást!!

 Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

 

26.07.2008.

 

Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

 

 

Nefndin 

 


Óskalag frá Braga - Pretty Flamingo

Bragi frá Sauðanesi sendir þetta óskalag og minnist þess að þegar hann heyrði það fysrt þá var það einmitt í flutningi Storma á Ketilásnum. Þetta lag er einkennandi fyrir Storma á þessum tíma.  Prýðisvel flutt af þeim og vel sungið.Heart

Ippa InLove


Gestabókin lifnar við...

Gaman að sjá að fólk er að lifna við og farið að skrifa í gestabókina. Er orðin sannfærð um góða mætingu á ballið ! Það verður gaman að hitta ykkur öll !Smile 

Nefndin


Að detta í 22 þúsund heimsóknir á síðuna....hver verður það ?

Þetta er fyrir ykkur blómabörnin sem mætið á Ketilásinn á laugardaginn.

Smile Magga, Ippa og Gugga


Þess vegna mætum við öll....

Stórdansleikur á Ketilási.

Allt sem við viljum er friður á jörð.

26.07.2008.

Laugardagskvöldið 26. júlí

mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.

5 - Stormar(1)

 

 

 

 

 

 

 

Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum).

Húsið opnar klukkan 21.30

Dansað verður fram eftir nóttu.

Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar.

 

Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi.

Nefndin  


Tónlistarspilarinn

Nú gengur í garð tími þakkargjörðanna.  Ég vona að okkur takist að koma því til skila hve þakklátar við í skipulagsnefndinni erum öllum sem koma að skipulagningu á hippaballinu á Ketilási n.k. laugardag.  Þau Nýræktarsystkin og þá fyrst og fremst Alla eiga veg og vanda að tónlistarspilaranum hér til hliðar.  Alla (og stundum Rögnvaldur) hafa dælt til mín lögum og ég (ef mig skyldi kalla) hef af veikum burðum reynt að koma þeim til skila. Það tekst oftast en ekki alveg alltaf.

Ég óskaði eftir nokkrum lögum í kvöld og viti menn Hannes bróðir hennar Öllu sendi mér strax Penny Lane með Bítlunum. Njótið þess að hlusta á það hér á spilaranum. Ásamt heilum haug af góðum lögum sem Alla sendi eins og  t.d. The Wonder of you með Presley o.fl ofl. m.a.s. nokkur ABBA lög fengu að fylgja með enda Mama Mia í algleymingi þessa dagana!

Stormar munu flytja eitthvað af þessum lögum af spilaranum á Ketilásnum en ekki öll. Örvæntið þó eigi því prógramm þeirra hljóðar upp á helling af lögum frá þessum dásamlegu árum kring um 1968.

Rögnvaldur frá Nýrækt hefur hjálpað mikið til og auk þess komið með skemmtilegar athugasemdir við lögin hér á síðunni, enda er hann á heimavelli þar, tónlistaramaður og tónlistarkennari. 

Ég hlakka til að hitta þau á Ketilásnum enda var ég eins og ein úr fjölskyldunni meðan ég var þar í heimavist þegar ég var í barnaskólanum á Ketilási.

Takk systkin og aftur takk.

Frekari þakkir til fleiri velgjörðarmanna bíða og munu birtast hér á síðunni fljótlega.  

Ippa þakkláta...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 249262

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband