Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ketilássíðan heldur áfram....

Óskum ykkur góðrar skemmtunar í kvöld og næstu daga hvar sem þið dveljið á landinu okkar góða eða jafnvel utan þess.

Það er bara vika síðan við vorum í svaka fíling á Ketilásballinu okkar "Hippaballinu" sem var frábært.

Hafið það gott og akið varlega.

Þetta lag er frá nefndinni í tilefni dagsins á Akureyri. Þar sem Abba þema ræður ríkjum þessa helgi ! Á vel við okkur "Hippana"

Heart  Love and peace.


Fleiri myndir...fleiri myndir....

Jón á Sleitó mættur á svæðið....Okkur sárvantar fleiri myndir....þetta var svo gaman að það hálfa væri nóg.Jón á Sleitó og alles!!!!

Fleiri myndir....Wild one...

Bætti við fleiri myndum.  Ef einhverjir eiga góðar myndir sem má birta endilega sendið okkur þær........

Viðar og Gestur

 

 

Ippa...Alien


Málverkauppboð og söfnun fyrir Þuríði Hörpu

Málverkauppboð til styrktar Þuríði Hörpu Sigurðardóttur sem haldið var á markaðinum og ballinu á Ketilásnum þann 25. júlí s.l. skilaði samanlagt 85.211 krónum.  Við systur Vilborg og Margrét gáfum sex  myndir. Áshildur Ö. Magnúsdóttir gaf eina.  Takk þið sem buðuð í myndirnar og gerðuð þetta framtak að veruleika.  
Einnig gáfu nokkrar stúlkur úr Fljótunum afrakstur af sölu sinni á markaðinum.  Fallegar að innan sem utan.
 
Þær sem gáfu til söfnunarinnar voru Rebekka H. Halldórsdóttir-Ríkey Þ. Jóhannesdóttir, Bjarney  Gunnarsdóttir  og Kolbrún Tanja Chillak.  Þær gáfu allan ágóða af sinni sölu 2.211 krónur  til söfnunarinnar. Hér fylgir mynd af því þegar undirrituð renndi við á Króknum á heimleiðinni og afhenti Þuríði Hörpu afraksturinn. 
Góður hugur okkar sem komum saman á Ketilásnum mun fylgja Þuríði Hörpu á hennar vegferð í leit að bættri heilsu. 
 
Ippa....
Vilborg og Þuríður Harpa
 

Heimsókn númer 100.000 á síðuna...

Það styttist í þá heimsókn....og við munum reyna að gera vel við þann sem lendir á því númeri.

Endilega látið vita af ykkur. Skrifið í gestabókina eða "comentið" á síðuna, það er ósköp einfalt ! Svo má líka hringja í síma 618 9595 eða senda email á margr.tr@simnet.is eða ippa@inernet.is

 

Nefndin.


Markaðsstemningin fullkomin með Hermanni í Lambanesi...

Ef einhver tók mynd af Hermanni með nikkuna væru vel þegið að fá hana senda á ippa@internet.is

 

 


Markaður á Ketilási

Mikil og góð markaðsstemning var á Ketilási laugardaginn 25. júlí s.l.  þrjátíu söluaðilar komu saman og seldu hinn ýmsa varning.  Notað og nýtt.  Hér fylgja nokkrar skemmtilegar myndir frá deginum.Nýræktarborðin litfögur og fjölbreytt.

Staumur fólks að hefjast

 

Markaðsstjórinn úr Norðurporti með

 

 

 

 

 

 

 

Spáð í varninginn.

 

Líf og fjör

 

 

 

 

 

 

 

Markaðshaldarar ásamt hluta stúlknanna sem gáfu afrakstur dagsins 2211 kr til söfnunar Þuríðar Hörpu

 

Vilborg ásamt einnui af stúlkunum sem gáfu til Þuríðar Hörpu

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Dressin komin upp til skrauts
 
 
 
 
 
  
 
 
 
 
 
 
 
 
Meira væntanlegt bæði frá ballinu og markaðinum....

Þakkir og "á sama tíma að ári"...Baby come back...

 

Við stöllur erum afar þakklátar öllum þeim sem aðstoðuðu okkur á svo margan hátt við undirbúning og framkvæmd þess að halda hippaball á Ketilási.

Fyrst og fremst erum við þakklátar Stormum fyrir að æfa upp þvílíkt flotta prógrammið fyrir okkur og að halda uppi stuðinu sleitulaust allt kvöldið.

Við erum þakklátar starfsfólkinu á Ketilási fyrir einstaklega ljúfa lund og góð samskipti.

Þakklátar uppboðshaldara málverkanna, mælingameistara og undirleikara í gjörningi, Þakklátar fyrir aðstoð við að koma markaðinum á koppinn og allt í kring um hann.

Þakklátar söluaðilum sem lögðu mikið á sig til að bjóða sem vandaðasta og fjölbreyttasta vöru.

Umfram allt erum við þó þakklátar þeim sem mætti bæði á markaðinn og á ballið um kvöldið því án ykkar væri ekkert.

Gerð var athugasemd við miðaverð og þótti sumum það hátt.  Þegar hins vegar svo einstakur atburður er viðhafður, hljómsveit æfir eingöngu upp fyrir þetta eina ball þá finnst okkur ekki mikið að greiða 3000 krónur fyrir miðann.  Einnig tókum við srtrax í upphafi þá stefnu að allir sætu við sama borð og greiddu inngangseyri.  Mennirnir okkar og fjölskyldur greiða inn á ballið og gera það með glöðu geði þar sem enginn einka gróðastefna er í gangi.  Eru það líka ekki meðmæli með Stormum að eiginkonur þeirra borga sig inn til að hlusta á þá og dansa við undirspil eiginmannanna?  

Ég held það.Wink

Þess má geta að ágóðinn rennur allur til ýmissa góðgerðarmála bæði af hálfu hljómsveitarinnar og okkar sem stöndum fyrir þessu.  Við stöllur látum það sem eftir stendur þegar hljómsveit og kostnaður hefur verið greitt renna til Ketiláshússins.  Ég sá í fréttablaðinu Feyki á heimleiðinni að nýlega var skipt um þak á húsinu og það var allt unnið í sjálfboðavinnu svo við vonum að þær krónur sem við skildum eftir okkur núna nýtist vel.

Það voru um 130.000 krónur en þá á eftir að greiða einhver laun og leyfið sem húsið tekur að sér ef ég man þetta rétt.

Við erum ekki hættar og auðvitað vonumst við eftir að Stormar verði í stuði með okkur að ári.  Eins og einn sagði við mig í "Kaupfélaginu" á Sigló..." ég hef aldrei farið á ball á Ketilási áður og þetta var æðislegt og það verður að vera þessi músík" .....önnur sagði við sama tilefni...."þetta verður að vera aftur".....svo heyrði ég í öllum hornum og við hvern rekka...."ég fór á Ketilásinn og mikið var ofboðsleg...rosalega...eða æðislega....gaman"  Allt eftir orðaforða hvers og eins...

Svo við segjum auðvitað "Baby come back".  

Takk fyrir komuna á ballið kæru vinir.  Dreifbýlishjartað mitt slær enn taktfastara en áður eftir að hafa rifjað upp góð kynni í kring um og á þessum viðburðum...

Ippa væmna og hinar tvær Magga og Gugga.... 

Við stóðum fyrir þessu

 

 

 

P.S. Set meira inn á morgun og næstu daga bæði af ballinu og markaðinum.  InLove


Veðrið....

Menn voru afar spenntir yfir gjörningnum og gaman hvað veðrið var okkur gott.  Það var svalandi að fá ferskan vindinn inn um dyrnar af og til og hressandi að taka þátt í gjörningnum á túninu.  Hér eru mæðgurnar Alla og Áshildur gjarnan kenndar við Nýrækt eða Sólgarða. Þó snjór sé í fjöllum var ósköp stillt og gott veður á Ketilásnum þennan dag og þetta kvöld. Trausti á Bjarnagili mætti manna fyrstur til að missa ekki af neinu.  Hann tók sig vel út eins og aðrir ballgestir sem hlekkur í þeirri friðarkeðju sem tengd var á túninu og myndaði "peace" merki sem Margrét hafði fengið Rögnvald til að mæla út fyrir.  Þetta var mjög táknrænn viðburður og vel við hæfi að haldast í hendur um stund, syngja um frið á jörð og upplifa kærleika gagnvart náunga sínum.  Það vantaði ekki á kærleikann þann á Ketilásnum!  

Ippa komin í gírinn...meira í kvöld...Kissing

IMG_3564


Fleiri myndir væntanlegar með kvöldinu.....

Pakkinn hennar Ippu kemur með kvöldinu !
MT

Næsta síða »

Höfundur

Ketilás
Ketilás
Höfundar hafa haldið sex böll á Ketilásnum 26. júlí 2008, 25. júlí 2009 og 24. júlí 2010 sem tókust afburða vel. Hippahelgi var haldin frá 22. júlí til 24. júlí 2011. Fimm ára afmæli Hippaballa var haldið 21. Júlí 2012. 27. júlí 2013 var sjötta hippaballið haldið. Engan bilbug er á okkur að finna og hefur húsið verið bókað en eftir er að fastnegla tíma. Við höfum stækkað nefndina og þurfum að auka enn frekar samráð við aðila á svæðinu, jafnframt munum við efla umgjörð hippaballsins til að festa það í sessi. . "Á sama tíma að ári"......sem sagt......stuðið er rétt að byrja! Ketilás - Woodstock!

Tónlistarspilari

- 04 - Danska lagið

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 248228

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • image
  • hippaball
  • DSC_2852
  • DSC_2852
  • img_7469
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband